10.6.2011 | 20:39
Ég er nú meira fíflið og biðst afsökunar á því.
Ég var rétt í þessu að uppgötva að fólk er búið að gera athugasemdir hjá mér án þess að þær birtust. Við rannsókn málsins kemst ég svo að því að stillingin hjá mér var þannig að athugasemdir myndu ekki birtast fyrr en ég hefði samþykkt þær.
Þannig átti það ekki að vera enda hef ég hvorki þekkingu né menntun til að ritskoða annara manna athugasemdir þótt mér tækist einhvern veginn að stilla þetta þannig að svo liti út.
Þótt seint sé þá hef ég nú samþykkt allar athugasemdir og bið þá sem skrifuðu þær innilega afsökunar á þessu eftirtektarleysi mínu og heimsku.
Enn fremur hef ég lagað stillinguna þannig að nú birtast athugasemdir strax og sjálfkrafa - eins og það átti alltaf að vera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2011 | 20:25
Styðjum Karl biskup.
Nú er mikilvægt að öll þjóðin, trúaðir sem trúlausir, styðji við bakið á biskupi svo hann megi gera hið eina rétta og segja af sér strax.
Aumingja maðurinn þarf greinlega á víðtækum stuðningi allra landsmanna að halda til þess arna fyrst hann getur þetta ekki af sjálfsdáðum.
Enn fremur þarf að hrinda sem fyrst í gang markvissri vinnu við að skilja að kirkju og ríkisspenann, afleggja sjálfkrafa skráningu ómálgra hvítvoðunga í trúfélög og tryggja þar með rétt þeirra sem vilja ekkert með slík félög hafa til að vera ekki skráð í þau að sér forspurðum.
Hvað myndi fólk annars segja ef börn mæðra í Hells Angels væru sjálfkrafa skráð í félagið?
Biskup segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2011 | 15:23
Bölvaðar óværur þessir boxer-hundar.
Ég held að þessi frétt taki af allan vafa um þessa andskotans boxer-hunda.
Þetta eru meindýr og það ætti að setja eiganda þessara tveggja sem þarna voru skotnir undir lás og slá fyrir að sleppa þeim lausum.
Hundar drápu fé á Eyrarbakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2011 | 17:35
Rosalega fer þetta í taugarnar á mér.
Það fer alltaf meira og meira fyrir brjóstið á mér þegar fólk sem vinnur á fjölmiðlum notar "karabíska" í stað "Karíba" ... eins og það er nú hljómfegurra.
Þau voru ekki í karabíska hafinu, heldur í Karíbahafi.
Þannig vil ég hafa það.
Að vísu er hvort tveggja víst rétt í sjálfu sér, en sumt er réttara en annað.
Justin Bieber kynnir kærustuna fyrir ömmu og afa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.6.2011 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2011 | 00:22
Ferlegir Framarar
Hvusslaggggssss eiginlega er þetta? Eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum?
Eitthvað er ekki eins og það á að vera.
En mér er svo sem alveg sama.
Bara leiðinlegt að menn skuli láta svona.
Annað var það nú ekki.
Þorvaldur: Valsmenn görguðu mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2011 | 16:12
Til hamingju með nýja starfið.
Það er alltaf gott þegar menn fá gott starf við hæfi. Þess utan dregur það auðvitað úr atvinnuleysinu.
Þess vegna langar mig til að óska þessum geðuga manni, sem ég þekki reyndar ekki neitt, til hamingju með að hafa landað því ábyrgðarfulla starfi sem hann hefur nú tekið að sér að sinna, þrátt fyrir að það sé hugsanlega aðeins til bráðabirgða.
Gangi þér vel vinur og ég vona að þú eigir farsælan feril fyrir höndum.
Þinn Óli.
ps. Eru einhver sumarstörf í boði fyrir unglinga?
Egypti leiðir al-Qaeda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2011 | 15:48
Hvað í anskotanum er khat?
Aldrei nokkurn tíma heyrt á þetta minnst áður.
Khat?
Kann ekki einu sinni að bera þetta fram (nema það sé bara "kat")
Myndi gjarnan vilja fá að vita frá einhverjum fræðingnum um hvers konar fíkniefni hér er um að ræða, hvers vegna það er bannað og hvaða áhrif það hefur á neytandann.
Er þetta reykt, tuggið, étið, sett undir hendurnar eða upp í nefið?
Koma svo, út með sprokið.
ps. Af hverju er ekki til færsluflokkurinn "fíkniefni" hér á þessu bloggi?
60 kíló af fíkniefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2011 | 21:15
Flott lög - flott keppni. Mín ágiskun.
Jæja, þá bíður maður eftir atkvæðagreiðslunni í Eurovison og ég verð nú að segja að mér finnast mörg lög þarna bara alveg þrælgóð.
Því er mjög erfitt að giska á hvert þeirra vinnur, en ég held að Azerbajan, Litháen, Sviss, Ítalía, Úkarína, Danmörk, Ungverjaland, Þýskaland, Eistland og Serbía berjist um 10 efstu sætin.
Held að Azerbajan og Danmörk berjist um efstu sætin og að Danmörk vinni.
Moldovia lendir í neðsta sæti.
Ísland lendir í 15 sæti en gæti skriðið mun ofar vegna þess að við gætum fengið mikið af miðjustigum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2011 | 20:27
Viðbrögð okkar fólks þegar fáni Íslands kom á skjáinn.
Var að uppgötva þetta skemmtilega myndband frá því augnabliki þegar Vinir Sjonna og fylgdarlið uppgötvaði að Ísland kæmist áfram.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2011 | 20:18
Gott á Geir
Barað plata. Mér finnst þetta ekkert gott á Geir. Ég sárvorkenni honum, kallgreyinu. Ekki endilega vegna þess að ég telji hann ekki bera sína ábyrgð á því hvernig fór heldur fyrir að vera sá eini sem þarf að sæta ákærum þegar öll ríkisstjórnin og allir alþingismennirnir sem sátu á þing 2008 eru alveg jafn sekir um vanrækslu og aðgerðarleysi í vinnunni.
Og hvernig stendur á því að það tekur bara nokkra mánuði að ákæra Geir þegar aðalskúrkarnir, þeir sem raunverulega mergsugu bankana og stálu peningunum, leika enn lausum hala og lifa í vellystingum á kostnað þjóðarinnar, mörgum árum eftir ránið?
Skil það ekki.
Ákæra gefin út á hendur Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.5.2011 | 10:28
Snípurinn
Myndin hér fyrir neðan er af dæmigerðum sníp. Vegna þess hve vel hann fellur inn í umhverfi sitt reynist mörgum erfitt að finna hann eða koma auga á hann upp á eigin spýtur og án þess að vera leiðbeint að honum eða á svæðið þar sem hann er.
Það merkilega við snípinn er að þrátt fyrir feluhæfileika sína er hann alveg ótrúlega næmur og viðkvæmur fyrir öllu beinu áreiti, hvað þá snertingu.
Þessi næmni snípsins hefur gert það að verkum að mjög hefur reynst erfitt að ná honum og það er ekki á færi nema færustu og hljóðlátustu ljósmyndara að ná slíkri mynd af honum eins og þeirri sem hér sést.
Snípuruinn verpir aðallega í Rússlandi og í löndunum sunnan Rússlands þar sem hann er talinn til merkilegustu fugla.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2011 | 00:02
Varðandi fullnægingu kvenna.
Ég veit ekki út af hverju
ég fór allt í einu að spá í.
Hvernig það væri að vera kona
og fá aldrei fullnægingu?
Með karlmanni, altso.
Mér skilst að (samkvæmt áreiðanlegum heimildum)
að innan við 5% karla kunni
að veita konum fullnægingu.
Er það ekki sorglegt?
Kannski maður ætii að halda námskeið?
Það er svo vinsælt í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2011 | 00:27
Doppótti brúðarkjóllinn
Bloggar | Breytt 8.5.2011 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2011 | 11:11
Ég trúi þessu ekki.
Hvern hefði getað grunað að Donald Trump væri með fæðingarblett á BÁÐUM hælunum?
Ekki ég. Ekki mig, meina ég.
Aldrei í lífinu.
Hvað næst? Á kannski eftir að koma í ljós að hann er með sigg á öðrum þumalputtanum?
Ja, þá væri nú fokið í flest skjól.
Verð að segja það, áður en ég andast úr spenningi.
Trump ekki hæfur til herþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2011 | 00:50
Ögmund fyrir einræðisherra.
Mér sýnist á öllu, með tilliti til alls, ekki síst ástandsins í landsmálunum, að Ögmundur sé með lausnirnar.
Þess vegna legg ég til að Ögmundur verði gerður að einræðisherra svo við hin þurfum ekki að hafa meiri áhyggjur af einu né neinu en getum aftur snúið okkur að því að vera bara venjuleg.
Hverjir styðja þetta?
1.5.2011 | 09:45
Aftur heim
Vegna mikilla snjóa
á Reykjavíkursvæðinu
hefur öllum kröfugöngum dagsins
verið frestað
fram yfir verkfall.
Nánari upplýsingar
á vef ASÍ og þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2011 | 10:40
Túlípanar
Hvers vegna
finnur enginn hjá sér þörf
til að leiðrétta manninn?
Hvers vegna
gerir enginn neitt
til að vísa honum á rétta braut?
Hvers vegna gerir enginn neitt
til að stilla hjá honum kompásinn
áður en hann leiðir okkur öll
fram af bjargbrúninni?
Hvers vegna?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2011 | 16:55
Fat með gulu í
Ef þú værir bara
helmingurinn af því sem þú segist vera
og hinn helmingurinn
væri einhver annar.
Hvernig myndir þú vita
hvor helmingurinn þú værir?
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2011 | 15:27
Næturskuggar
Stundum er ég hérna.
Og stundum er ég hérna.
En stundum hér.
Eitt er þó víst.
Ég er alltaf
einhvers staðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2011 | 12:05
Eitt skal yfir alla ganga.
Deiling er um dagleg svið
dettur inn á önnur mið.
Ekki þennan ansans klið
Afturábak og út á hlið.
Sumar myndir mylja enn
maka krókinn máranenn.
Signir eru á súðum senn
sætapar og langir menn.
Svo eru þeir sem þruma mest
þang og þara bruna best.
Aldrei varð sér útum pest.
Enda var hann í annarri lest.
(Þessi strópatóna var mikið notuð í sjóvinnu upp úr aldamótum)
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)