Réttindalaus morðingi.

Þessi viðbjóðslega skepna hefur að mínu mati og vafalaust flestra annarra fyrirgert öllum sínum réttindum, þar með talið almennum mannréttindum.

Ég trúi ekki öðru en að réttarhöld yfir honum verði lokuð og stutt og að honum verði aldrei gert kleift að koma "boðskap" sínum á framfæri.

Helst vildi ég að þessi ræfill yrði tekinn af lífi sem allra fyrst en til vara á að loka hann inni í klefa og meina honum að hafa samskipti við nokkurn mann. Í því tilfelli vonar maður svo að hann drepist sem fyrst enda óþolandi fyrir aðstandendur fórnarlamba hans að vita af honum á lífi. 


mbl.is Lögreglan vill lokað dómhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Hann er ríkishetja og þjóðaróvinur.

Davíð Þór Þorsteinsson, 25.7.2011 kl. 03:40

2 identicon

Þetta las ég:
Fyrigert öllum sínum réttindum, ekki kleift að koma boðskap sínum á framfæri, tekinn af lífi sem allra fyrst, loka inní klefa án allra samskipta við nokkurn mann, drepist sem fyrst?

Þetta gæti verið lausn á mörgum vandamálum í heiminum. Verst að helvítis Amnesty International er alltaf að skipta sér af (lesist sem kaldhæðni).

Ég tek það fram að ég er ekki fylgjandi því sem hann gerði, bara að mannréttinid eru mannréttindi, og sama hvað klikkað fólk kemur, þá megum við ekki minnka mannréttinid á alla heildina fyrir vikið, það er hættulegt. En ég skil samt reiðina samt mjög vel.

Þór (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 03:57

3 identicon

Ég vil vita afhverju sakhæfur maður slátrar 100 manns...Ég vil líka vita afhverju yfirvöld í Noregi vilja ekki að ég heyri hvað maðurinn hefur að segja...Það vísar ekki á gott að Norsk yfirvöld skuli telja áróður mannsins svona áhrifamikinn.

Svo er það þetta "öfga-hægrimaður"...hann vill hennda út múslimum og herða landamæraeftirlit=FASISTI!...hann vill stýra ríkinu í kaþolska ríkistrú= FASISTI! maðurinn er ss. fasisti...sem er öfga-vinstri!

Hægri/vinstri paradime: Lengst til hægri> 0% ríkisstýring (mikið einstaklingsfrelsi)= anarkismi...lengst til vinstri> 100% ríkisstýring (ekkert einstaklingsfrelsi)= marxismi, socialismi, fasismi o.s.frv. 

Yfirlýsingar mannsins eru ss. öfga-vinstri í eðli sínu...og ég vill heyra þær! 

Andir Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 07:19

4 identicon

Mér finnst það gott hjá lögreglu, þessi fáviti vill fá að tala opinberlega, það er hans æðsti draumur.
Svo væri ágætt ef hann yrði dæmdur í algera einangrun þar til yfir líkur; Það myndi líkast til koma verst við hann.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband