Færsluflokkur: Bloggar

Traust

Traust er ekki eitthvað sem menn kaupa í bakaríinu. Traust öðlast menn fyrir það sem þeir baka sjálfir. Ef það bragðast vel þá vilja menn meira. Það er traust. Passaðu þig samt á helvítis glassúrnum. Hann er bara sykur. Sem leysir upp...

Bjarni Ben og selurinn Uggi

Selurinn Uggi situr á steini og veit ekki að hann er í sigtinu. Fyrr en allt í einu. En þá er það bara of seint. Því hvellurinn kemur á eftir kúlunni.

Tilefni dagsins.

Ég vil nota þetta tækifæri. Til að óska þér gleðilegra jóla.

Undandráttur.

Langlundargeð landsmanna er þrotið. Hér eftir borgum við enga skatta. Heldur borðum öll pólskar pylsur með bleiku sinnepi. Og miklum lauk. Allt svart.

Draumur.

Konan. Kom mér á óvart. Í morgun. Fyrir klukkan átta. Þegar hún læddist með fingurna. Og bretti mjúklega upp á hann.

Svörtu gúmmískórnir.

Maðurinn í hvíta rykfrakkanum gengur niðurlútur. Jafnvel hnípinn. Um Grindavík á gamlársdag. Með hendur í vösum. Og óræðni í augum. Telur steinana í götunni. Og sér eftir því. Að hafa ekki tekið þann bláa.

Þingmenn þurfa líka að skíta.

Það virðist stundum gleymast. Að þingmenn. Þurfa líka að skíta.

Ríplei.

Nú árið er liðið. Það rann inn í bakraufina á helvítis andskotanum. Með öllu sem í því var. Til að fá kvittun. Svo það geti komið aftur með nýju númeri.

Gula munnþurrkan.

Það er allt hvítt á Norðurpólnum. Nema þar sem glittir í gult. Þar er frosin munnþurrka. Sennilega páskamunnþurrka.

Sál til sölu.

Þarna sé ég blátt ljós. Sem blikkar. Færist nær. Er þetta himnaríki? Eða bara löggan í venjubundnu umferðareftirliti? Helvítis asnar. Sjá þeir ekki að ég er að deyja?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband