Misskilningur eða heimska.

Það liggur alveg fyrir að þótt einhver konan klæði sig þannig að kynþokki hennar verði áberandi þá getur það aldrei réttlætt árás á hana vegna þess.

Þótt einhver veifi seðlabúntum úti á götu þá réttlætir það heldur ekki árás á hann vegna þess.

Og þótt einhver skilji útihurðina opna heima hjá sér þá réttlætir það ekki að einhver gangi inn til hans og steli frá honum.

Tala nú ekki um ef einhver skilur nýja lappann eftir í framsætinu inni í ólæstum bíl á meðan hann fer í bíó ... þá réttlætir það engan veginn að henni verði stolið.

Og ekki heldur hjólinu manns þótt maður skilji það eftir ólæst á Laugarveginum yfir eina helgi. Þar með er maður ekki að bjóða einhverjum að stela því frá manni. 

En er ekki allt í lagi fyrir lögguna að benda á að glæpamenn laðast að freistingum? Því meiri sem þær eru því líklegra er að þeir falli fyrir þeim, alveg sama hversu óréttlætanlegur glæpurinn er. Er þetta ekki bara augljós og blákaldur veruleikinn?

Hverju eru þessar konur eiginlega að mótmæla?

Það er fáránlegt að tengja svona ummæli alltaf við fordóma. Löggan er bara að benda á hið augljósa og fá fólk til að huga betur að öryggi sínu, rétt eins og Björgvin Björgvinsson var að gera í fyrra og fékk bágt fyrir.


mbl.is Drusluganga í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Ég er algjörlega sammála þér þarna. Björgvin fékk ömurlega umfjöllun í fjölmiðlum sem léku sér að því að mistúlka það sem hann var að reyna að segja. Eins og þú segir réttilega, þá var hann ekki að afsaka gerðir nauðgara heldur að benda fólki á leiðir til að draga úr hættu á að vekja freistingu þeirra.

Muddur, 12.6.2011 kl. 17:05

2 Smámynd: Anna Guðný

Guð blessi Ísland.

Anna Guðný , 12.6.2011 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband