Til hvers að eyða peningum og orku í þetta batterí?

Það er alveg ljóst að Íslendingar munu ekki samþykkja inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu komi til hennar.

Um leið liggur það líka alveg ljóst fyrir að þetta er EKKI rétti tíminn til að ræða um aðild og því síður að semja um hana. 

Til hvers þá í ósköpunum að halda þessu aðildar"viðræðu"ferli áfram?

Hvað er hann Össur og hinir aðpildarsinnarnir í ríkisstjórninni eiginlega að hugsa? 

Af hverju hlusta sumir stjórnmálamenn ekki á vilja þjóðarinnar?

Hafa þeir ekkert lært? 


mbl.is Vaxandi andstaða við aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takið eftir.

Ekki orð um þessa skoðanakönnun Capacent Gallup hjá hinum ESB sinnuðu Ríkisfjómiðlum RÚV ohf og eða ESB sinnuðu fðlmiðlum Baugs Group eða Eyjunni eða DV.

Þar er sem fyrr beitt massívri þöggun !

Gunnlaugur I., 11.8.2011 kl. 14:41

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er alveg eins og búast mátti við og hver skðanakönnunin á fætur annarri hefur sýnt samfleytt í meira en 2 ár.

Til hvers að halda þessari dauðans vitleysu til streitu áfram ?

Afhverju ekki að staldra við og sjá hvernig þessar brösulegu svokölluðu "björgunaraðgerðir" ESB/EVRU svæðisins ganga.

Frekar en að halda þessari dauðans vitleysu áfram og magna enn frekar upp andúðina og sundra þjóðinni enn frekar en orðið er í þessum efnum !

En minnihluti þjóðarinnar og Alþingis kýs að halda bæði þjóð og þingi í "gíslingu" af fámennri klíku ESB trúboðsins á Íslandi sem hefur alls ekkert umboð þjóðarinnar til þessara myrkraverka til að troða landi og þjóð inn í ESB gímaldið !

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 11.8.2011 kl. 19:31

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það vilja flestir Íslendingar sjá samninginn og taka svo ákvörðun.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2011 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband