Ég er nú meira fíflið og biðst afsökunar á því.

Ég var rétt í þessu að uppgötva að fólk er búið að gera athugasemdir hjá mér án þess að þær birtust. Við rannsókn málsins kemst ég svo að því að stillingin hjá mér var þannig að athugasemdir myndu ekki birtast fyrr en ég hefði samþykkt þær.

Þannig átti það ekki að vera enda hef ég hvorki þekkingu né menntun til að ritskoða annara manna athugasemdir þótt mér tækist einhvern veginn að stilla þetta þannig að svo liti út. 

Þótt seint sé þá hef ég nú samþykkt allar athugasemdir og bið þá sem skrifuðu þær innilega afsökunar á þessu eftirtektarleysi mínu og heimsku. 

Enn fremur hef ég lagað stillinguna þannig að nú birtast athugasemdir strax og sjálfkrafa - eins og það átti alltaf að vera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Það er siður á moggablogginu að viðurkenna aldrei mistök. Líklega hafa menn lært þetta af Hádegismóra sjálfum.

Sveinn R. Pálsson, 10.6.2011 kl. 20:57

2 Smámynd: Óli minn

Ég roðna niður í tær af skömm. En þekkingin er bara ekki meiri en þetta.

Óli minn, 10.6.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Óli minn

Verð nú líka að viðurkenna að mér fannst dálítið skrítið að fá aldrei eina einustu athugasemd miðað við bullið sem ég hef skrifað hér.

Óli minn, 10.6.2011 kl. 21:00

4 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Heyrðu, þetta er nú ansi gott hjá þér í síðustu færslu:

Hvað myndi fólk annars segja ef börn mæðra í Hells Angels væru sjálfkrafa skráð í félagið?

Þetta er auðvitað glæpamennska, að skrá börnin í trúfélag, án þess að þau hafi nokkuð um það að segja.

Sveinn R. Pálsson, 10.6.2011 kl. 21:04

5 Smámynd: Óli minn

Glæpamennska ... alla vega yfirgangur af verstu sort gagnvart þeim sem mega sín einskis.

Óli minn, 10.6.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband